Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning um um­ferðar­ó­happ í Kópa­voginum korteri fyrir klukkan sjö í gær­kvöldi en öku­maður reyndi að komast fót­gangandi frá vett­vangi. Maðurinn var hand­tekinn stuttu síðar en lög­regla þurfti að nota varnar­úða við hand­tökuna.

Öku­maðurinn er grunaður um akstur undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna og hefur hann verið vistaður í fanga­geymslu á meðan rann­sókn lög­reglu á málinu stendur yfir. Einn lög­reglu­maður slasaðist í á­tökunum við öku­manninn.

Akstur undir áhrifum, líkamsárás og innbrot

Þrír öku­menn voru stöðvaðir í Kópa­vogi og Hafnar­firði vegna gruns um akstur undir á­hrifum en einn þeirra hafði áður verið sviptur öku­réttindum vegna af­skipta lög­reglu.

Meðal annara verk­efna lög­reglunnar voru inn­brot í verslun í Árbæ, líkams­á­rás á dyra­vörð við skemmti­stað í Grafar­vogi og til­kynnt var um ein­stak­ling gangandi milli strætis­vagna. Ekki liggja fyrir frekari upp­lýsingar um þau mál.