Lög­reglan þurfti að beita pipar­úða eftir að hafa stöðvað öku­mann í Hafnar­firði í nótt. Í dag­bók lög­reglu kemur fram að maðurinn hafi verið stöðvaður rétt fyrir klukkan 2 í nótt grunaður um akstur undir á­hrifum vímu­efna.

Far­þegar í bif­reið mannsins hlýddu ekki fyrir­mælum lög­reglunnar og tálmuðu störf hennar á vett­vangi með því að, meðal annars, reyna að opna hurðar lög­reglu­bif­reiðar og hindra lög­reglu að komast af vett­vangi með aðila sem hafði verið hand­tekinn. Til að ná stjórn á vett­vanginum notaði lög­reglan pipar­úða.

Þá er einnig fjallað um inn­brot í austur­borg í nótt í dag­bók lög­reglu og annan öku­mann sem stöðvaður var af lög­reglu.