Farþegafjöldi Strætó undanfarnar tvo mánuði er að nálgast það sem hann var fyrir faraldurinn. Notkunin árið 2021 var 7 prósentum betri en árið á undan.

Strætó mælir fjölda farþega í innstigum. Í apríl mánuði árið 2019 voru þau 888.617 en hröpuðu niður í 383.244 árið eftir vegna takmarkana faraldursins og minni ferðaþarfar fólks.

Árið 2021 jókst fjöldinn í 678.654 og í ár er hann 808.081.

Þetta gera rúmlega 90 prósent af innstigum aprílmánaðar árið 2019.

Það ár var metár hjá Strætó og heildarfjöldi innstiga 1.2183.269