Lögreglan í Árósum í Danmörku hefur aukið eftirlit með fíkniefnasölu með földum myndavélum og einkennisklæddum lögregluþjónum.

Yfirvöld í borginni segja ástæðuna vera óöryggi íbúa. Jacob Bundgaard, borgarstjóri Árósa, segir í samtali við fréttastofu TV2 að verkefnið sé afar mikilvægt til að vinna bug á

ólöglegri starfsemi, auk fræðslu fyrir ungmenni svo þau dragist ekki inn í þetta umhverfi.