Sóttvarnalæknir hefur tekið ákvörðun um að halda áfram notkun á bóluefninu Moderna gegn Covid-19 hér á landi fyrir 60 ára og eldri.

Bóluefnið hefur ekki verið notað frá 8. október síðastliðnum vegna gagna frá Norðurlöndum sem sýndu aukna tíðni hjartabólgu og gollurshússbólgu eftir bólusetningu.

Að sögn sóttvarnalæknis eru mun meiri líkur á hjartabólgum eftir bólusetningu með Moderna hjá einstaklingum á aldrinum 18 til 39 ára og er körlum á þeim aldri sérstaklega ráðið frá því að fá bóluefnið.

Ef í ljós koma upplýsingar um örugga notkun Moderna hjá yngri einstaklingum, til dæmis með minnkun skammta, verður ákvörðun sóttvarnalæknis endurskoðuð.