Á viku hafa tveir norskir prestar látið af em­bætti þar sem þeir vildu ekki starfa með kven­prestum. Norska kirkjan hóf vígslu kven­presta fyrir 60 árum og á fundi biskupa í fyrra var á­­kveðið að enginn gæti neitað að starfa með kven­kyns prestum.

Halvor Nor­d­haug, Biskup í Björg­vin, segir í yfir­lýsingu að starfs­lok prestsins Mikael Bru­un séu gerð í sátt og sam­lyndi. Hann hefur verið sóknar­prestur í Stedje og Fjær­land­sókn í tvö ár og var vel liðinn af sóknar­börnum sínum, þrátt fyrir að sóknar­nefnd hennar hefði ekki viljað fá hann í prests­em­bætti.

Hvorki hann né biskupinn ætla að tjá sig frekar um málið.

Samkvæmt gögnum frá 2015 eru rúmlega 70 prósent Norðmanna í norsku kirkjunni og eru konur um fjórðungur þeirra 1.200 presta sem þar starfa.

Mætti ekki í vígslu kven­prests

Er Bru­un starfaði sem af­leysinga­prestur í Nor­dreisa fór að bera á and­stöðu hans við sam­starf við kven­presta. Bru­un lét til að mynda ekki sjá sig í vígslu Juli­e Schjøth í prests­em­bætti þar, þrátt fyrir að eiga að gera það. Hann sagði við dag­blaðið Fremover að hann „hefði haft öðrum hnöppum að hneppa.“

„Ég held að Bru­un telji að hann eigi ekki lengur heima í kirkjunni og hafi af þeim sökum sagt upp starfi sínu,“ segir Therese Egebakken í sóknar­nefnd Frimodig­kirkju við dag­blaðið Vårt Land.

Það er já­kvætt að fylgt sé eftir á­kvörðunum stjórnar kirkjunnar

„Það er já­kvætt að fylgt sé eftir á­kvörðunum stjórnar kirkjunnar,“ segir Jorunn Økland, guð­fræðingur og prófessor í kynja­fræði við Óslóar­há­skóla í sam­tali við norska ríkis­út­varpið NRK.

Auk Bru­un hefur Vidar Nes Mygland, sem gegndi stöðu af­leysinga­prests í Ørskog látið af em­bætti. Frá þessu greindi Olav Gading, starfandi Biskup Møre, í síðustu viku.

„Það er ekkert sem bannar prestum að vera and­snúnir vígslu kven­presta en það er ekki hægt að neita að vinna með þeim,“ sagði hann þá.

Nes Mygland lýsti yfir stuðningi við Bru­un eftir að hann greindi frá and­stöðu sinni við að starfa með kven­prestum í við­tali í sjón­varps­þættinum Dags­nytt Atten í fyrra­haust. Biskupnum í Björg­vin var kunnugt um and­stöðu Bru­un, sem hann segir byggja á „guð­fræði­legum grunni“, en þetta var í fyrsta sinn sem presturinn viðraði skoðanir sínar opin­ber­lega.

Vidar Nes Mygland.
Mynd/Facebook

„Þetta snýst ekki um við­horf mitt til kvenna, heldur á því sem við köllum opin­bera guð­fræði,“ sagði Bru­un í við­talinu. Hann sagði skoðanir sínar ekki ó­venju­legar í sögu­legu og al­þjóð­legu sam­hengi. „Í næstum tvö þúsund ár hafa kven­prestar ekki starfað.“

Um­ræðan um stöðu kven­presta innan norsku kirkjunnar hófst eftir að Stig Læg­dene, dóm­pró­fastur í Tromsø, lýsti því yfir að innan kirkjunnar væri kerfis­læg „mis­munun í garð kvenna“ sem gerði karl­kyns prestum kleift að neita að vinna með kven­prestum.