Lög­reglan í Noregi leitar nú að mann­eskju í trúða­búningi sem var að hræða börn í bænum Ski.

Á vef norska miðilsins VG kemur fram að trúðurinn hafi hrætt börn allt niður í sex ára aldur. Lög­reglunni hafa í dag borist nokkrar til­kynningar um málið frá fjöl­skyldu­með­limum um hrædd börn.

„Við erum að reyna að komast að því hvað gerðist, en það gæti verið eitt­hvað glæp­sam­legt,“ segir vakt­stjóri lög­reglu við VG og að þetta sé ekki al­gengt vanda­mál.

Manneskjan í trúða­búningnum er sögð hafa klæðst blárri skyrtu og rauðum buxum.