Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­­maður Eflingar, gagn­rýnir Al­þýðu­­sam­band Ís­lands harð­­lega fyrir að „hafa með bak­­dyra­­leiðum“ reynt að ýta inn­­leiðingu svo­kallaðs nor­ræns vinnu­­markaðs­­módels hér á landi.

Gagn­rýni sína setur Sól­veig Anna fram í færslu á Face­­book nú í kvöld.

„Ís­­lenska auð­­stéttin og ríkis­valdið hafa barist af miklum móð síðustu ára­tugi fyrir inn­­leiðingu svo­kallaðs nor­ræns „vinnu­­markaðs­­módels“. Í því verk­efni hafa þau notið stuðnings heildar­­sam­­taka launa­­fólks, meðal annars Al­þýðu­­sam­bands Ís­lands,“ skrifar for­­maður Eflingar.

„Í gær fengum við að sjá þetta nor­ræna vinnu­­markaðs­­módel í allri sinni dýrð, en þá bannaði norska ríkis­­stjórnin ein­fald­­lega verk­­falls­að­­gerðir verka­­fólks í olíu­bransanum. Krafa þeirra var sú að laun þeirra héldu í við verð­bólgu,“ heldur Sól­veig Anna.

Sér­­stak­­lega á­huga­vert segir Sól­veig Anna vera að í for­­svari fyrir þessari á­­kvörðun sé Marte Per­­sen, ráð­herra vinnu­­markaðar og „inklu­dering“, sem komi úr sjálfum norska Verka­manna­­flokknum.

„Ef ekki hefði verið fyrir and­­stöðu Eflingar­­fé­laga vorið 2021 hefði Al­þýðu­­sam­band Ís­lands látið stíga stórt skref í átt að inn­­leiðingu þessa módels, í líki svo­kallaðrar „Græn­­bókar“. Í þessu svo­kallaða vinnu­­markaðs­­módeli geta ríkis­­stjórnir með einu penna­­striki af­numið samnings­rétt verka­­fólks gagn­vart sínum at­vinnu­rek­endum um kjör,“ út­­skýrir for­­maðurinn.

„Þetta „módel“ er ekkert annað en ó­­­geðs­­legt of­beldi og ger­ræði gegn mikil­­vægasta rétti vinnandi fólks. Það er ó­­skiljan­­leg skömm að Al­þýðu­­sam­band Ís­lands hafi reynt með bak­­dyra­­leiðum að ýta inn­­leiðingu þess á­­fram. En það er þó stað­­reynd sem engin getur neitað,“ segir að endingu í Face­­book færslu formanns Eflingar.