Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra fékk sent bréf frá fé­lagi nor­ræna ríkis­borgara í Taí­landi þar sem óskað er eftir sendingu á bólu­efni vegna kórónu­veirufar­aldsins. Bréfið var sent á alla for­sætis­ráð­herra Norður­landanna.

For­svars­maður nor­ræna sam­fé­lagsins segir í bréfinu Norður­landa­búa ekki falla undir al­menna bólu­setningu í landinu og eru því í­búarnir í mikilli hættu vegna far­aldursins.

Eins kemur fram: „Að þessu sinni er það ekki þörf fyrir skjól, mat og eða leit að týndum nor­rænum ríkis­borgurum heldur er þörf fyrir bólu­efni til að koma í veg fyrir að CO­VID-19 valdi fleiri dauðs­föllum og usla hjá nor­rænum borgurum í Taí­landi.“

Einnig segir að „út­lendingar falla ekki undir opin­bera bólu­setningar­á­ætlunina, hvorki aldraðir né þeirra sem eru með undir­liggjandi sjúk­dóma, nema þeir hafi at­vinnu­leyfi. Fjöldi Norður­landa­búa á elli­líf­eyri eru því í mikilli hættu þangað til í besta falli í októ­ber,“ segir for­svars­maður skandinavíska fé­lagsins, Scandinavian Socie­ty Siam Association.

Nor­ræna fé­lagið, Scandinavian Socie­ty Siam var stofnað árið 1920 og er sam­tök sem þjóna nor­ræna sam­fé­laginu í Taí­landi, aðal­lega í Bang­kok og nær­liggjandi héruðum. Fé­lagið gefur sig út fyrir að starfa sem sam­bands­aðili fyrir nor­ræna íbúa í Taí­landi og skipu­leggur fé­lags­starf, í­þrótta – og tóm­stunda­starf sem og að veita ráð­gjöf og leið­beiningu í landinu.

Fé­lagið birti bréfið á vef­síðu sinni en greint var frá þessu á danska frétta­miðlinum TV2.