Helstu rökin fyrir lækkuninni eru að þessi ökutæki eru umhverfisvænni, minnka slit á vegakerfinu, taka minna pláss á götum og bílastæðum og svo mætti lengi telja. Noregur, líkt og Ísland, miðar álagningu vörugjalda við útblástur ökutækja og með minnkandi koltvísýringi eru vörugjöldin lægri. Flest þessara ökutækja losa minni koltvísýring og fyrir notendur þeirra í Noregi var það mikið réttlætismál að fá að njóta lægri vörugjalda eins og aðrir.
Mótorhjólafólk og vélsleðafólk í Noregi fagnar ákvörðuninni.
Norska stórþingið samþykkti í gær talsverða lækkun á vörugjöldum vélhjóla, vélsleða og annarra minni ökutækja. Frumvarp þess efnis hafði verið í vinnslu síðan í haust en vegna þrýstings og samstarfs hagsmunaaðila eins og mótorhjólasamtaka, vélsleðasamtaka, samtaka innflytjenda og fleiri hafði málið verið tekið fyrir.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir