Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja Kínversk yfirvöld reyna að teygja anga hers síns of langt.

Ráðuneytið gaf út skýrslu í gær um áform Kínverskra yfirvalda að opna fyrir nýja siglingaleið í norðurskautinu. Þá telji þeir að Kína muni notfæra sér siglingaleiðina fyrir hernaðar kafbáta.

Ríkisráð Kína gaf út skýrslu í janúar í fyrra sem snerist um heimskauta löggjafir landsins og varpaði þannig ljósi á sýn þeirra varðandi svokallaðan ‚heimskauta silkiveg‘. Þá vilja Kínversk stjórnvöld koma af stað siglingaleið sem hafa orðið til vegna hækkandi hitastigs jarðar.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Sauli Niinisto forseti Finnlands, Vladímir Pútín forseti Rússlands, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Stefan Lofven forsætisráðherra Svíþjóðar á ráðstefnu Norðurskautsráðs.
Getty images

Segja áhuga Kínverja á Íslandi grunsamlegan

Kínverjar eru áheyrnarfulltrúar að Norðurskautsráðinu og telja sig eiga rétt á aðild að norðurskautinu þrátt fyrir að vera ekki norðurskautsland. Þá hafa þeir kallað sig „nærliggjandi norðurskautsland“ í Hvítu skýrslunni svokölluðu.

Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur þeirra ríkja sem liggja að Norðurheimskautssvæðinu og tekur Ísland við formennsku ráðsins í ár.

Áhugi Kínverja á Íslandi var viðfangsefni í grein New York Times frá árinu 2013 þar sem fjallað er um áform kínverska fjárfestans Huang Nubo um kaup á landi á Grímsstöðum á fjöllum. Blaðamaður NY Times segir það hluta af áformum Kína til að ná sterkari fótfestu í Norðurskautsráðinu. Málið vakti mikla athygli fjölmiðla bæði hér á landi og fyrir utan. Nubo fékk ekki að kaupa landið á Grímsstöðum.