Erna Sol­berg, for­sætis­ráð­herra Noregs og for­maður Hægri­flokksins hefur viður­kennt ó­sigur í þing­kosningunum þar í landi nú þegar 96,3 prósent at­kvæða hafa verið talin. Norska ríkis­út­varpið greinir frá.

Jonas Gahr Støre, for­maður Verka­manna­flokksins, er sigur­vegari en vinstri­blokkin svo­kallaða bætir miklu við sig og er með 100 þing­menn af 169 á norska stór­þinginu. Støre er sagður munu reyna að mynda stjórn með Mið­flokki og Sósíalíska vinstri­flokknum.

Það er sögð hans drauma­ríkis­stjórn og miðað við niður­stöður kosninganna eru flokkarnir þrír með 89 þing­sæti sam­tals. Það þýðir að þeir þurfi ekki að reiða sig á stuðning smá­flokka af vinstri­vængnum.

Erna Sol­berg hefur verið for­sætis­ráð­herra Noregs undan­farin átta ár. Hægri­flokkur hennar fékk 20,5 prósent fylgi og 36 þing­sæti. Fram­fara­flokkurinn, nú­verandi sam­starfs­flokkur Sol­berg í ríkis­stjórn, fær 11,7 prósent fylgi og 21 þing­mann.