Heil­brigðis­yfir­völd í Sví­þjóð, Noregi og Dan­mörku hafa á­kveðið að bíða með að bólu­setja með bólu­efni AstraZene­ca þrátt fyrir að Lyfja­stofnun Evrópu hafi komist að þeirri niður­stöðu að bólu­efnið sé öruggt. Að því er kemur fram í frétt AFP munu löndin meta gögnin enn frekar á komandi dögum.

Sér­fræðinga­nefnd Lyfja­stofnunar Evrópu fundaði um bólu­efnið í vikunni þar sem mögu­legar auka­verkanir blóð­tappa voru ræddar og var það gefið út í gær að á­vinningurinn af bólu­setningu sé meiri en á­hættan. Ekki er þó hægt að úti­loka að or­saka­sam­band sé milli bólu­setningar og myndun blóð­tappa.

Helsti sér­fræðingur Norð­manna í smit­vörnum, Geir Buk­holm, sagði í gær að það væri nauð­syn­legt að skoða málið enn frekar í ljósi al­var­legra til­fella auka­verkana í Noregi. Sótt­varna­læknir Sví­þjóðar, Anders Tegnell, sagði enn fremur að vonandi væri hægt að komast að niður­stöðu í næstu viku.

Sér­fræðingar víða um heim hafa í­trekað hvatt heil­brigðis­yfir­völd til að halda á­fram að bólu­setja með bólu­efni AstraZene­ca þar sem til­felli um blóð­tappa í kjöl­far bólu­setningar eru sjald­gæfari heldur en við er að búast al­mennt í sam­fé­laginu.

Í síðustu viku höfðu innan við 40 til­kynningar borist frá þeim 17 milljónum sem höfðu fengið bólu­efnið.

Í kjöl­far niður­stöðu Lyfja­stofnunar Evrópu hafa flest lönd í Evrópu á­kveðið að halda á­fram að bólu­setja með bólu­efni AstraZene­ca, til að mynda Ítalía, Frakk­land, Þýska­land og Spánn.