Borgar­ráðið í Frogner í Oslo kaus um það í dag hvort endur­nefna ætti götuna D­rammensveien, hvar rúss­neska sendi­ráðið í borginni er stað­sett. Norska ríkis­sjón­varpið greinir frá.

Til­laga barst frá Græningjum í borginni á föstu­dag um að breyta nafni götunnar í Úkraínu­götu en hægri­menn lögðu fram mála­miðlun um að nefna í staðinn torgið fyrir framan sendi­ráðið til heiðurs Úkraínu.

Sú til­laga var sam­þykkt í dag og verður torgið því nefnt Úkraínu­torg og verður skilti með nafninu reist upp á því. Tore Wala­ker hjá vinstri flokknum setti málið í sögu­legt sam­hengi:

„Við erum í borg, stofnandi hverrar Haraldur harð­ráði, fann konu sína Ellisif í Kænu­garði. Þannig að tengingin á milli Osló og Kænu­garðs er skýr. Við sýnum það í dag með því að breyta nafni torgsins fyrir framan nú­verandi stað­setningu rúss­neska sendi­ráðsins í Úkraínu­torg,“ sagði hann.

Nafna­breytingin var inn­blásin af frændum þeirra Dönum sem stungu einnig upp á því að breyta nafni götunnar Kristianiaga­de, þar sem rúss­neska sendi­ráðið stendur, yfir í Úkraínu­götu. Rúss­neska sendi­ráðið lýsti yfir á­hyggjum sínum með til­löguna og skrifaði á Twitter að Kristianiaga­de, sem er nefnd eftir fyrrum höfuð­borg Noregs, bæri vin­skap Dan­merkur og Noregs vitni.

Fleiri borgir hafa einnig rætt um mögu­leika þess að breyta götu­nöfnum þar sem rúss­nesk sendi­ráð standa, þar á meðal Reykjavík, Vilnius, Prag og London.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, greindi frá því í síðustu viku að hann hygðist leggja fram tillögu í skipulagsráði þess efnis að heiti Garðastrætis, hvar rússneska sendiráðið hér á landi stendur, yrði breytt í Kænugarðsstræti.

Fréttin hefur verið uppfærð.