Sam­kvæmt sam­komu­lagi Ís­lands og Noregs munu Ís­lendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZene­ca bólu­efni frá Noregi. Þetta kemur fram á vef stjórnar­ráðsins.

„Gert er ráð fyrir að bólu­efnið muni berast til landsins um helgina og fari í dreifingu í næstu viku. Af­hendingar­á­ætlun og bólu­setningar­daga­tal verða upp­færð til sam­ræmis eftir helgi,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Sótt­varna­læknir hefur gefið þau fyrir­mæli að nýta eigi bólu­efnið til ein­stak­linga yfir 60 ára. „Ljóst er að þessi samningur mun styrkja enn frekar bólu­setningar­á­ætlun Ís­lands,“ segir á vef stjórnaráðsins.