Norsk stjórn­völd hafa til­kynnt til­slakanir þar í landi. Nær öllum tak­mörkunum vegna Co­vid-19 verði af­létt klukkan fjögur á morgun.

Þetta kemur fram á vef NRK.

Erna Sol­berg for­sætis­ráð­herra Noregs til­kynnti um þetta á blaða­manna­fundi í morgun. Hún sagði að nú gætu Norð­menn farið að lifa lífinu eins og þeir gerðu fyrir heims­far­aldurinn. Norð­menn hafi búið við tak­markanir í 561 dag.

Sol­berg tók fram á fundinum að far­aldrinum væri ekki lokið og að Co­vid-19 myndi fylgja þjóðinni á komandi árum. Bólu­setningar hafi þó gefið til­efni til að létta á tak­mörkunum.