Miðaeigandi í Noregi var einn með 1. vinning í Víkingalottó kvöldsins og fær hann í sinn hlut rúmlega 703 milljónir.

Tveir Finnar skiptu öðrum vinningi á milli sín og hlýtur hvor rúmlega 8 milljónir króna.

Fjórir Íslendingar voru með 4 Jókertölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning.

Miðarnir voru keyptir í Hagkaup á Akureyri, Lottó-appinu, á heimasíðunni lotto.is en einn er í áskrift.