Í dag er útlit fyrir norðan og norðvestan 5-13 m/s og rigningu með köflum fyrir norðan, en stöku skúrir syðra. Það fer svo að rigna suðaustanlands í kvöld.

Á morgun er útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt, 3-10 m/s. Það verða skúrir S- og V-til, en annars verður úrkomulítið.

Hiti verður 6 til 14 stig í dag, mildast SA-til, en á morgun verður hann 5 til 10 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á laugardag sé von á næstu lægð og það sé gert ráð fyrir allmikilli rigningu frá henni, sérstaklega sunnantil. Það verður annars þokkalega milt og lítið um næturfrost næstu daga, enda lítið um bjartar stillunætur á næstunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða dálítil rigning en styttir smám saman upp norðaustanlands. Hiti 5 til 9 stig að deginum.

Á föstudag:
Suðvestan 5-13 m/s, hvassast S-til. Skúrir, en úrkomulítið A-til. Hiti 6 til 10 stig.

Á laugardag:

Ákveðin austlæg átt og talsverð rigning, en norðvestlæg átt um kvöldið. Hiti 5 til 10 stig.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir vestlæga átt með rigningu eða skúrum, einkum vestantil. Heldur kólnandi.