Í dag er útlit fyrir norðlæga átt, 3-10 m/s og él NA-til, en annars verður yfirleitt léttskýjað.

Á morgun verða norðvestan 8-13 m/s austast á landinu, en annars hægari vindur. Það verða minnkandi él NA-lands og þar léttir smám saman til, en það verður áfram bjart í öðrum landshlutum. Annað kvöld gengur í suðaustan 8-15 m/s vestast á landinu, en þá lægir fyrir austan.

Frost verður 0 til 5 stig, en víða verður frostlaust við ströndina.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að fremur kalt loft sé yfir landinu og það megi reikna með því að frostið harðni í kvöld og nótt. Það segir einnig að það megi kalla þetta lognið á undan storminum, því skil nálgist landið úr vestri með suðaustan hvassviðri og rigningu, fyrst vestast aðfaranótt föstudags. Úrkoman gæti byrjað sem snjókoma eða slydda sums staðar, en það hlánar með þessu. Þegar skilin ganga yfir landið, fyrst vestantil um og upp úr hádegi á föstudag, tekur við hægari suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og það kólnar aftur. Það stefnir því í útsynning með éljum á laugardag en útlit er fyrir að veður skáni á sunnudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Norðlæg átt, 3-10 m/s og léttskýjað, en lítils háttar él með NA-ströndinni. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi sunnanátt vestast um kvöldið og þykknar upp.

Á föstudag:

Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar, en slyddu eða snjókomu í fyrstu fyrir norðan. Hægari vestlæg átt með deginum, fyrst vestantil undir hádegi, með skúrum eða éljum og kólnar aftur.

Á laugardag:

Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttskýjað austantil á landinu. Víða frostlaust við vesturströndina, en annars frost 1 til 7 stig og kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Á sunnudag:

Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Útlit fyrir suðaustlæga átt og hlýnandi veður. Smáskúrir eða él S-lands, en annars þurrt.