Djúp lægð olli hvassviðri eða stormi austanlands í nótt, en nú fjarlægist hún og veðrið fer að ganga niður.

Veðurstofan spáir norðanátt í dag, víða 8-13 metrum á sekúndu en hvassara austast í fyrstu. Rigning eða snjókoma norðan heiða og él þar í kvöld, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.

Á morgun verður hæglætisveður, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en él á Suðausturlandi. Frost 0 til 6 stig.

Á mánudag er síðan útlit fyrir heldur vaxandi austan- og norðaustanátt með dálítilli slyddu eða snjókomu austan til á landinu. Hiti 1 til 5 stig, en um eða undir frostmarki annars staðar.

Veðurhorfur á landinu

Á mánudag er síðan útlit fyrir heldur vaxandi austan- og norðaustanátt með dálítilli slyddu eða snjókomu austan til á landinu. Hiti 1 til 5 stig, en um eða undir frostmarki annars staðar.

Á þriðjudag:
Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu, skýjað og lítilsháttar snjókoma eða él um landið norðan- og austanvert, en skýjað með köflum og þurrt sunnantil. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt og víða bjart veður. Frost 2 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið með slyddu eða snjókomu vestanlands.

Á fimmtudag:
Sunnanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag:
Útlit fyrir sunnanátt með skúrum eða éljum sunnan- og vestan til á landinu.