Innlent

Norðan óveður í aðsigi og færð getur spillst

Veðurfræðingar beina þeim skilboðum til bænda að huga að skjóli fyrir búfénað.

Vetrarfærð er í kortunum, sérstaklega á Norðurlandi. Fréttablaðið/Stefán

Á miðvikudag gengur veðrið í norðan 15 til 23 metra á sekúndu, hvassast austast. Gera má ráð fyrir að úrkoman sem fylgi veðrinu falli í formi slyddu eða snjókomu til fjalla, eða í 200-300 metra hæð yfir sjávarmáli, eða ofar. Seinnipart miðvikudagsins kólnar og það getur snjóað neðar.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Gul stormviðvörun er í gildi fyrir allt landið á miðvikudag og fimmtudag.

Á vefnum segir um miðvikudaginn að vetraraðstæður geti skapast á vegum með tilheyrandi samgöngutruflunum. Þá geti verið ráðlegt að huga að skjóli fyrir búfénað, eins og það er orðað.

Á sunnanverðu landinu verða ekki sömu lætin, þar sem engri úrkomu er spáð. „En þar geta snarpir vindstrengir verið varasamir fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi og lausamunir geta fokið.“

Það er djúp lægð austur af landinu sem veldur þessu. „Enn er óvissa í spám varðandi braut lægðarinnar og dýpt hennar og þar með hversu hvasst verður og hve neðarlega mörk rigningar og snjókomu verða. Engu að síður er norðan óveður af einhverju tagi líklegt.“

Á aðfararnótt fimmtudags og á fimmtudag er búist við norðan- norðvestan hvassviðri. Búist er við úrkomu í talsverðu magni. Gert er ráð fyrir rigningu niður við sjávarmál en slyddu eða snjókomu annars staðar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Lög­reglan sinnt hátt í 60 verk­efnum í kvöld

Innlent

Ís­lendingur í stór­bruna: „Ekki eitt stykki sem við náðum út“

Innlent

Næstum búin að róa alla leið til Akureyrar

Auglýsing

Nýjast

Sátt um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins

Tekist á um fram­kvæmd Parísar­sam­komu­lagsins í Katowice

Kalla eftir upp­lýsingum um í­grædd lækninga­tæki

Viður­kenna Vestur-Jerúsalem sem höfuð­borg Ísrael

Far­þegi bundinn niður í vél á leið frá Detroit

„Gulu vestin“ mót­mæltu þvert á til­mæli stjórn­valda

Auglýsing