Heil­brigðis­ráðu­neytið segir nokkurn mis­skilnings hafa gætt varðandi grímu­skyldu. Ráðu­neytið hefur því sent frá sér til­kynningu þar sem mis­skilningurinn er leið­réttur.

Áður hafði komið fram að grímu­skylda er í gildi þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra reglu eða þar sem loft­ræsting er ekki talin full­nægjandi. Á­höld hafa verið uppi um hvort eða hvaða verslana skylda nnær til.

Í til­kynningu ráðu­neytisins segir nú að tryggja skuli að minnsta kosti einn metra á milli ein­stak­linga sem ekki eru í nánum tengslum, til ða mynda á sam­komum, vinnu­stöðum, verslunum, söfnum og í allri annarri starf­semi, hvort sem er inna- eða utan­dyra.

Grímu­skylda er þar sem ekki er unnt að við­halda 1 metra ná­lægðar­tak­mörkunum og þar sem hús­næði er illa loft­ræst. Þetta á til að mynda við um heil­brigðis­þjónustu, verslanir, söfn, innan­lands­flug og -ferjur, al­mennings­sam­göngur, leigu­bif­reiðar og hóp­bif­reiðar,í verk­legu öku­námi og flug­námi, starf­semi hár­greiðslu­stofa, snyrti­stofa, nudd­stofa, húð­flúr­stofa, hunda­snyrti­stofa, sól­baðs­stofa og í annarri sam­bæri­legri starf­semi.

Grímu­skylda er í gildi fyrir á­horf­endur á í­þrótta­við­burðum og sviðs­listar­við­burðum á borð við leik­sýningar, bíó­sýningar og tón­leika. Börn fædd 2006 og síðar eru undan­þegin reglum um grímu­skyldu.