Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á öldrunardeild Landakotsspítala hafa greinst með Covid-19. Enn er unnið að skimun og smitrakningu og liggur ekki fyrir hve margir eru smitaðir.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir í samtali við Fréttablaðið að nú séu 33 sjúklingar í sóttkví á tveimur deildum sem hafi verið lokað. Þá hefur Landakoti verið lokað fyrir heimsóknum og frekari innlögnum sjúklinga. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Alls eru 58 sjúklingar á Landakoti á fjórum deildum en sjúklingurinn sem greindist með COVID-19 hefur verið fluttur á smitsjúkdómadeild Landspítalans.

Anna segir að um hundrað starfs­menn fari í skimun og 31 sjúk­ling­ur. All­ir starfs­menn eru í úr­vinnslu­sótt­kví og annað starfs­fólk hef­ur komið í staðinn.