Minnsta kosti þrír þingmenn úr tveimur flokkum stjórnarandstöðunnar ásamt einhverjum starfsmönnum þeirra hafa greindust með Covid-19 í dag.

Ruv.is greinir frá.

Óttast er að fleiri smit eigi eftir að greinast en þeir sem greinast nú verða í einangrun um jólin.

Haft er eftir Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, á Rúv að lítið megi út af bregða í þingstörfum í næstu viku og því verði allir þingmenn kallaðir í hraðpróf á mánudaginn.

Ekki er vitað hversu margir eru smitaðir. Birgir segir ekki í fyrsta skipti sem þingmenn greinist og að smitaðir þingmenn muni kalla inn varaþingmenn sína.

Í samtali við Rúv segir Birgir að gripið hafi verið til sóttvarnaaðgerða á Alþingi. Aðeins helmingur þingmanna sitji í þingsalnum sjálfum og hinn helmingurinn í hliðarsölum.

Smitrakningarteymið ákveði hverjir fari í sóttkví.

Frétt Rúv má lesa í heild sinni hér.