Margir í­búar höfuð­borgar­svæðisins voru varir við mikla um­ferð á háanna­tímanum í dag en raðir mynduðust víða, til að mynda á Miklu­braut og á Vestur­lands­vegi.

Að sögn um­ferðar­deildar lög­reglunnar hefur mikil um­ferð verið á höfuð­borgar­svæðinu að undan­förnu en nú hafi fólk mögu­lega tekið frekar eftir því vegna um­ferðar­slysa.

Þó nokkrir á­rekstrar hafa komið á borð lög­reglu síðast­liðna klukku­tíma en enginn hefur slasast al­var­lega. Í tveimur til­fellum, þar á meðal á Vesturlandsvegi, þurfti að draga bíla af vett­vangi þar sem bílar voru óökufærir.

„Það eru búnir að vera á­rekstrar hérna á stofn­brautunum hjá okkur, þannig þá hefur um­ferðin gengið að­eins hægar og þá myndast raðir, það gæti verið á­stæðan fyrir að fólk taki meira eftir þessu,“ segir vakt­hafandi lög­reglu­þjónn hjá um­ferðar­deild í sam­tali við Frétta­blaðið.

Umferð við Miklubraut.
Mynd/Aðsend
Raðir í Skeifunni.
Mynd/Aðsend