Nokkuð var um til­kynningar vegna sam­kvæmis­há­vaða í gær­kvöldi og í nótt. Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnti út­köllum vegna þess víða um borg. Það kemur fram í dag­bók lög­reglunnar. Þá fór lög­reglan einnig á vett­vang í hverfi 105 og í Breið­holti vegna ölvaðra ein­stak­linga. Annar var vistaður í fanga­geymslu.

Rétt fyrir klukkan átta var til­kynnt um að ekið hefði verið á gangandi veg­far­enda í hverfi 108.

Í Hafnar­firði var stöðvuð kanna­bis­ræktun klukkan átta um kvöldið og sá sem er grunaður um ræktunina hand­tekinn á vett­vangi. Fram kemur í dag­bók lög­reglunnar að málið sé í rann­sókn.

Lög­reglan sinnti nokkrum út­köllum vegna þjófnaðar úr verslun og vegna inn­brota á heimili.

Þá voru nokkrir öku­menn stöðvaðir vegna gruns um að þær væru að aka undir á­hrifum annað hvort á­fengis eða annarra vímu­efna. For­eldrum eins var til­kynnt um málið vegna aldurs öku­mannsins.

Í Mos­fells­bæ var til­kynnt um eld í bif­reið rétt eftir klukkan 18 en slökkvi­lið slökkti eldinn.