Björgunar­sveitir hafa haft í nógu að snúast í dag vegna ó­veðursins, sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá Lands­björg. Þó nokkuð hefur borist af út­köllum.

Byrjað var að til­kynna um fok á þak­plötum, þakk­læðningu og lausa­munum í Borgar­nesi rétt fyrir ellefu. Síðan bættist tölu­vert í og björgunar­sveitir voru kallaðar út víða á suð­vestur­horninu um tólf­leytið.

Sveitir á Kjalar­nesi, Reykja­vík, Grinda­vík, Suður­nesjum, Mos­fells­bæ og Hafnar­firði sinntu út­köllum sem í öllum til­fellum snérust af foktjóni vegna ó­veðurs.

Meðal þess sem hefur fokið um í ó­veðrinu eru þakk­læðningar, girðingar, rusla­tunnu­skýli, garð­skúr og aðrir lausa­munir. Í Mos­fells­bæ fauk vinnu­skúr á hliðina og við höfnina í Grinda­vík tók gámur á flug.

Lands­björg hvetur fólk til að fara var­lega á meðan mesta veðrið gengur yfir og vera ekki á ferðinni að ó­þörfu.