Lögreglan í Kanada hefur staðfest að nokkrar skotárásir hafi átt sér stað í miðbæ Langley í dag. Minnst einn er látinn.

Kanadíska ríkissjónvarpið greinir frá þessu.

Einn hefur verið handtekinn vegna málsins, en ekki er víst hvort einn eða fleiri hafi verið að verki.

Fórnarlömb árásarinnar eru heimilislaust fólk, en ekki hefur verið gefið upp hversu mörg þau eru. Lögreglan telur að árásin hafi beinst að þeim.

Skotárásirnar voru líklega þrjár talsins, og hefur lögreglan í Langley varað fólk við að vera á ferli á þremur svæðum.

Bærinn Langley er í um það bil fjörutíu kílómetra fjarlægð frá borginni Vancouver.

Þessi skilaboð fékk fólk í nágreni við árásina í símann sinn.