Vegna bilunar í vél­búnaði hefur Nói Siríus á­kveðið að inn­kalla þrjú vöru­númer því ekki er hægt að úti­loka að plast hafi borist í súkku­laði­plötur. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

Þar kemur fram að um sé að ræða tvær stærðir af hreinu Síríus rjóma­súkku­laði og eina stærð af Síríus suðu­súkku­laði. Plastið sem kann að hafa farið í súkku­laðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjáan­legt þegar varan er opnuð.

Í til­kynningunni er tekið fram að um­ræddur vél­búnaður hafi verið lag­færður og því sé um ein­angrað til­vik að ræða. Full­yrt er að Nói fylgi ströngum gæða­stöðlum, gerðar hafi verið ráð­stafanir til að úti­loka að sam­bæri­leg at­vik komi upp aftur.

Þeir sem keypt hafa til­reindar vörur eru beðnir um að skila þeim inn í verslun eða á skrif­stofu Nóa Síríusar að Hest­hálsi 2-4. Tekið er fram að Nói Síríus harmi þau ó­þægindi sem þetta kunni að hafa valdið neyt­endum.

Súkkulaðið sem um ræðir.
Fréttablaðið/Skjáskot