Vonda veðrið sem nú fer yfir landið hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. Rauðar viðvaranir eru á þremur landshlutum og appelsínugular á öðrum. Þá hefur óvissustigi Almannavarna verið lýst yfir vegna veðursins.

Vonskuveður sem þetta sér yfirleitt til þess að nóg sé að gera hjá björgunarsveitum. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu eru nú um það bil tvöhundruð björgunarsveitarmanna sem sinna verkefnum víðs vegar um landið vegna veðursins.

Verkefnin eru rúmlega 70 það sem af er kvöldi, en fram kemur að þau séu af ýmsum toga, og er minnst sérstaklega á fokverkefni og aðstoð við að losa fasta bíla.

Í fréttinni má sjá myndir og myndbönd frá björgunaraðgerðum, en það var Þorsteinn Sigurbjörnsson, úr Björgunarsveitinni Ársæl, sem tók myndirnar.

Asend mynd/Þorsteinn Sigurbjörnsson