Ís­lendingar mega nú heita Gunna, Celin, Myríam, Menja, Lárentína, Emelí, Mar­þór, Heró, Týri, Salva­dór, Sigur­hörður, Iðar, Í­lena, Hild og Snæfrost en ekki Irisar.

Það kemur fram í nýjum úr­skurðum manna­nafna­nefndar frá 10. ágúst.

Í um­fjöllun um nafnið Irisar segir að það sé ekki dregið af ís­lenskum orð­stofni og upp­fylli því ekki skil­yrði laga. Um­sækjandi hafði óskað eftir því að bera nafnið eins og móðir sín en staf­setja það með öðrum hætti en sam­kvæmt úr­skurði eru ekki skil­yrði fyrir því í lögum.