„Þett­a er eins og í draum­i, geggj­að veð­ur hérn­a og við erum á stór­u og góðu hót­el­i,“ seg­ir Magn­ús Sig­urðs­son sem nú dvel­ur með fjöl­skyld­unn­i á Ten­er­if­e. Þar eins og á fleir­i stöð­um á Spán­i hef­ur aft­ur ver­ið hert á sótt­varn­ar­regl­um vegn­a fjölg­un­ar Co­vid-19 smit­a.

Magn­ús og fjöl­skyld­a pönt­uð­u hót­el­ið sjálf á net­in­u og flug­u til Ten­er­if­e með á­ætl­un­ar­flug­i Play. Hann seg­ir að­eins um helm­ing hót­els­ins nú nýtt­an og því sé rúmt um mann­skap­inn. Allar mál­tíð­ir séu inn­i­fald­ar.
Stemn­ing­in er afar góð að sögn Magn­ús­ar þrátt fyr­ir hert­ar að­gerð­ir enda sé hugs­að afar vel um sótt­varn­ir. „Þú ferð ekk­ert í morg­un­verð án þess að það sé starfs­mað­ur sem sótt­hreins­ar á þér hend­urn­ar áður þú geng­ur og tek­ur þér disk. Þú rétt­ir fram hend­urn­ar og hann spritt­ar. Það eru all­ir starfs­menn með grím­u,“ seg­ir hann.

Grím­u­skyld­a fyr­ir alla eldri en sex ára

Þá seg­ir Magn­ús grím­u­skyld­u fyr­ir alla yngr­i en sex ára á sam­eig­in­leg­um svæð­um eins og til dæm­is veit­ing­a­stöð­um og göng­um hót­els­ins. „Þeg­ar þú ligg­ur eða ert í sund­laug­inn­i þarf ekki að vera með grím­u og eig­in­leg­a ekki úti því út­i­svæð­ið er það stórt,“ seg­ir hann.

Tak­mark­an­ir eru í gild­i á veit­ing­a­stöð­um og sum­ar versl­an­ir eru lok­að­ar. Versl­un­ar­mið­stöv­ar eru opn­ar og sama gild­ir um dýr­a­garð­a og skemmt­i­garð­a.

Að­spurð­ur seg­ir Ein­ar að­stæð­ur á Ten­er­if­e ekki hafa kom­ið á ó­vart. „Við vor­um búin að kynn­a okk­ur þett­a vel áður en við fór­um út og mér finnst við vera mjög ör­ugg hér. Það er fínt að vera ekki inni í ein­hverj­u krað­ak­i þar sem er mik­ið um smit.“

Þór­unn Reyn­is­dótt­ir, for­stjór­i Úr­vals-Út­sýn­ar, seg­ist ekki hafa orð­ið vör það að fólk sé orð­ið smeykt við ut­an­lands­ferð­ir þótt bak­slag hafi kom­ið víða í bar­átt­unn­i við kór­ón­a­veir­un­a, með­al ann­ars á Spán­i þang­að sem flest­ir við­skipt­a­vin­ir ferð­a­skrif­stof­unn­ar stefni núna.

Þór­unn Reyn­is­dótt­ir, for­stjór­i Úr­vals-Út­sýn­ar.
Ljósmynd/Aðsend

„Eins og stað­an er núna þarf bara að fara var­leg­a,“ seg­ir Þór­unn. „Þett­a var svon­a í vor líka þann­ig að þett­a er í sjálf­u sér ekki mik­il breyt­ing. Það er kom­ið í hærr­a á­hætt­u­stig en það er reynt að sporn­a við þess­u með því hafa lok­að frá mið­nætt­i til morg­uns á veit­ing­a- og skemmt­i­stöð­um. Það er það sama og var gert síð­ast og þá fór þett­a nið­ur. Það er von­and­i að það ger­ist aft­ur.“

Þór­unn seg­ir skilj­an­legt að hnökr­ar hafi ver­ið á Kefl­a­vík­ur­flug­vell­i, eins og um síð­ust­u helg­i þeg­ar marg­menn­i var í flug­stöð­inn­i. Far­þeg­ar þurf­i að mæta vel tím­an­leg­a og hafa öll skjöl í lagi. Fólk þurf­i að hafa með sér ból­u­setn­ing­ar­skír­tein­i eða mót­efn­a­vott­orð til að þurf­a ekki að fram­vís­a PCR-skim­un­ar­próf­i.

„Þeir sem hafa ekki fyllt út papp­ír­a og eru ekki til­bún­ir tefj­a fyr­ir inn­rit­un,“ seg­ir Þór­unn og á þá við skjöl sem þurf­a að vera fyllt út fyr­ir yf­ir­völd á Spán­i - líkt og gera þurf­i þeg­ar flog­ið sé til baka til Ís­lands. „Mér finnst fólk búið að kynn­a sér hlut­in­a vel og vera með­vit­að um að­stæð­ur á á­fang­a­stað. Yfir­höf­uð geng­ur þett­a mjög vel.“