Af því sem er sýnilegt á myndinni má sjá að bíllinn verður með svipuðu Coupé-byggingarlagi og hlaðbaks-afturenda og tilraunabíllinn. Kia CV verður fyrsti bíll Kia/Hyundai til að nota E-GMPundirvagninn og fær hann rafhlöðu sem gefur honum um það bil 500 km drægi og 20 mínútna hleðslutíma. Mun rafbúnaðurinn notast við svipað 800 volta rafkerfi og er í Porsche Taycan sem notast getur við 350 kW hleðslustöðvar. Að sögn yfirmanns hjá Kia í Evrópu er einnig von á GT útgáfu sem mun geta keppt við Taycan Turbo S, með upptak undir þremur sekúndum í 100 km hraða.