Hann verður líklega byggður á sama eVMP-undirvagninum og þriðja kynslóð 3008 bílsins en sá undirvagn er endurhönnun á EMP2-undirvagninum sem er í núverandi kynslóð. Má því búast við 48 volta tvinnútfærslum, ásamt tengiltvinnbíl og rafmagnsbíl. Mun þá e-308 vera ætlað að keppa við VW ID.3 til að mynda. Að sögn Peugeot getur eVMP undirvagninn innihaldið rafhlöðu sem hefur allt að 650 km drægi. Undirvagninn býður upp á bæði framhjóladrif eða fjórhjóladrif og rafhlöður af stærðinni 60-100 kWst. Grunnútfærslur e-bílsins verða án efa með 134 hestafla rafmótor á framdrifinu en öflugustu útfærslur hans verða líklega 335 hestöfl og með fjórhjóladrifi. Líkt og í VW Golf eru ekki róttækar breytingar á útliti og myndirnar gefa ekki mikið uppi þar. Búast má við breiðari ljósum og grilli ásamt afturljósum sem ná alveg yfir afturenda bílsins. Þar sem breitt var yfir innréttinguna á myndunum var ekki hægt að sjá hvort breytingar yrðu á henni en í 208 bílnum er 10 tommu upplýsingaskjár ásamt þrívíddarmælaborði.