Bíllinn er nokkuð breyttur frá fyrri kynslóð með hærri framljósum, láréttum þokuljósum og grill sem minnir mjög á Ford Ranger. Vélarhlífin er líka hærri en áður sem gefur honum verklegan svip. Búast má við alveg nýrri innréttingu með stórum 12 tommu upplýsingaskjá. Einnig er að vænta tengiltvinnútgáfu og jafnvel rafútgáfu á næsta ári. Ford F-150 er mikilvægur bíll fyrir Ford og því áríðandi að vel takist til enda mest seldi bíllinn í Bandaríkjunum í 38 ár, og vinsælasti pallbíllinn í 43 ár í röð.