Mercedes-Benz er um þessar mundir að prófa nýja jepplingsútgáfu EQE sem áætlað er að fari á markað á næsta ári.

Nýlega náðust myndir af bílnum við prófanir í Þýskalandi, en bíllinn á meðal annars að keppa við Tesla Model X.

Bíllinn verður búinn nýjum MEA undirvagni og verður bíllinn að öllum líkindum öflugri heldur en EQC sem er 402 hestöfl.

Drægi nýs EQE jepplings verður líka meira og verður í kringum 600 km.

Engar dagsetningar eða frekari tækni­upplýsingar hafa verið gefnar upp um nýja bílinn enn þá.