Er það í samræmi við stefnu BMW að láta hverja línu hafa sitt útlit til að aðgreina sig. Breytingarnar eru helstar á framstuðara og loftinntökum ásamt nýjum framljósum. Breytingarnar að aftan eru ekki eins sjáanlegar en meiri felubúnaður þar bendir til þess að breytingar verði á stuðara, afturljósum, pústi og svæðinu við númeraplötuna. Bíllinn á myndinni er tengiltvinnbíll en þannig er hann þegar seldur með tveggja lítra bensínvél með forþjöppu, og skilar sú útgáfa 248 hestöflum. Sagt er að BMW ætli að bjóða kraftmeiri 545e tengiltvinnútgáfu en sá bíll fær þá þriggja lítra vél ásamt stærri rafmótor sem skilar samtals 388 hestöflum.

Meiri felubúnaður er á afturenda bílsins sem bendir til veigameiri breytinga.