Nýlegar njósnamyndir af bílnum sýna að þótt aðeins andlitslyfting sé fyrirhuguð er um talsverða endurhönnun að ræða. Bíllinn er áfram hár og mjór en framendinn hefur fengið nýja hönnun með nýjum ljósum sem minna nokkuð á EV9. Að vísu er bíllinn í miklum felubúningi sem bendir einmitt til þess að meiri breytingar séu þar undir, en líklega má búast við „Tiger Nose“ hönnun á grilli og aðalljósum. Einnig má búast við endurhönnun á hjólbogum og afturstuðara.
Talsverð endurhönnun er á framenda bílsins sem fær að líkjast EV9 rafbílnum. MYND/AUTO EXPRESS
Þó að smábílamarkaðurinn sé á hverfanda hveli eru nokkrir framleiðendur enn þá iðnir við kolann þótt aðrir hafi horfið af markaði. Toyota er nýlega búið að endurhanna Aygo-smábílinn og einn helsti keppinautur þeirra er Kia, sem kemur bráðum með andlitslyftingu á Picanto-smábílnum.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir