„Mér finnst bara mjög leitt að sjá þetta,“ segir Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Kjarninn greindi frá því í dag að hin svo­kallaða skæru­liða­deild Sam­herja hafi ætlað að reyna að hafa á­hrif á fram­boðs­mál Sjálf­stæðis­flokksins í kjör­dæminu. Sjálf­stæðis­flokkurinn fékk tvo menn kjörna í kjör­dæminu í síðustu kosningum, annar þeirra er Njáll Trausti en hinn er Kristján Þór Júlíus­son sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra.

Í frétt Kjarnans kemur fram að Páll Stein­gríms­son skip­stjóri og Arna Bryn­dís McClu­re, yfir­lög­fræðingur Sam­herja, hafi rætt saman um komandi próf­kjör flokksins í kjör­dæminu þann 21. mars síðast­liðinn, en próf­kjörið fer fram um næstu helgi.

Er Páll sagður greina þar frá sam­tali sem hann átti við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja, um pólitík þar sem hann, sam­kvæmt frétt Kjarnans, segir: „Hann eins og ég vill ekki sjá Njáll í efsta­sæti.“ Arna Bryn­dís er sögð svara því til að „enginn“ vilji Njál í efsta sætið og kveðst Páll ætla að ræða við nokkra á­hrifa­menn í flokknum um málið.

Vildu koma saman „nothæfum“ lista

Í fréttinni kemur fram að Páll og Arna hafi rætt sín á milli um að koma saman „not­hæfum lista“ fyrir kjör­dæmið. Þessar til­raunir virðast ekki hafa borið til­ætlaðan árangur því sam­kvæmt frétt Kjarnans endaði að­eins einn af þeim, sem rætt er um að koma á lista, í fram­boði fyrir flokkinn.

„Ef þetta er rétt eftir haft er þetta leiðin­legt,“ segir Njáll Trausti þegar hann er inntur eftir við­brögðum við fréttinni. Hann segist ekki geta sagt til um á­stæður þess að Sam­herja­menn virðist vera með horn í síðu hans. „Ég hef engar sér­stakar hug­myndir um það í sjálfu sér.“

Sem þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi hefur Njáll Trausti fengið að heyra ýmis­legt, meðal annars að hann sé ein­hvers­konar hand­bendi Sam­herja. Miðað við frétt Kjarnans á það ekki við rök að styðjast.

„Maður fær alls konar hluti yfir sig í pólitík en miðað við þetta er það væntan­lega út­rætt. Ég hef alltaf verið hreinn og beinn í pólitík og kem bara fram með mínar hug­myndir.“

Tekur málið hugsanlega upp innan flokksins

Að­spurður hvort hann reikni með að taka málið upp innan flokksins segist Njáll ekki geta sagt til um það á þessu stigi. Hann kveðst vera á fullu að undir­búa sig fyrir próf­kjör Sjálf­stæðis­flokksins sem fram fer næst­komandi laugar­dag.

„Við verðum bara að sjá til hvernig maður vinnur á­fram með þetta mál. En eins og ég sagði áðan þá finnst mér þetta leiðin­legt. Ef þetta er rétt eftir haft er þá er þetta mjög sorg­legt.“