Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skráð níutíu mál á milli sjö í morgun til fimm í dag.
Þar af eru tólf þjófnaðarmál og ein líkamsárás þar sem einstaklingur var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Fram kemur að þolandi árásarinnar hafi verið meira skelkaður en slasaður.
Þá eru sjö mál er varða eignarspjöll skráð og eru þau af ýmsum toga, skemmdir á bifreið, rúðubrot, veggja krot og fleira.
Þá barst lögreglu ein brunatilkynning, en þar hafði pottur gleymst á hellu. Ekki hlaust skaði af né skemmdir af því.