Gert er ráð fyrir að Fé­lags­dómur muni kveða upp dóm sinn í máli Sam­taka at­vinnu­lífsins á hendur Eflingu á sunnu­dag. SA kærðu fyrir­hugaðar verk­falls­að­gerðir stéttar­fé­lagsins, sem að ó­breyttu munu hefjast á mánu­dag. 

RÚV greindi fyrst frá og hefur eftir Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, fram­kvæmda­stjóra SA, að málið verði tekið fyrir í Fé­lags­dómi á morgun og að niður­stöðu sé að líkindum að vænta á sunnu­dag. 

Fyrsti hluti af þremur í verk­falls­að­gerðum Eflingar og VR hefst á mánu­dag þegar bíl­stjórar hætta að fylgjast með og rukka í strætó, og hótel­starfs­menn munu að­eins vinna þá vinnu sem til­tekin er í starfs­lýsingu.