Niður­staða Fé­lags­dóms, um hvort boðun Eflingar á verk­falli hótel­þerna standist lög eða ekki, verður ekki kveðin upp í dag. 

Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Arn­fríði Einars­dóttu, for­manni Fé­lags­dóms. Til stóð að dómur yrði kveðinn upp í dag en verk­fall hótel­þerna hefst á föstu­dag klukkan 10. 

Það er því ljóst að greina þarf frá niður­stöðu Fé­lags­dóms á morgun í síðasta lagi. Sam­tök at­vinnu­lífsins hafa stefnt Eflingu þar sem þau telja að verk­falls­boðunin standist ekki lög. 

Er það gert á þeim for­sendum að um átta þúsund hafi kosið um verk­fallið en fram hefur komið að það taki að­eins til 700 manns.