Níu starfs­menn at­vinnu­vega­ráðu­neytisins eru nú í sótt­kví eftir að Magnús Óskar Haf­steins­son, hag­fræðingi í at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytinu og eigin­maður Lilju Al­freðs­dóttur, mennta­mála­ráð­herra, greindist með co­vid-19. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Annað smit innan ráðu­neytisins

Mögu­legt er að Magnús hafi smitast af öðrum starfs­manni innan ráðu­neytisins en síðast­liðinn föstu­dag kom upp smit í at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytinu í tengslum við hóp­sýkingu á höfuð­borgar­svæðinu.

Upp­lýsinga­full­trúi ráðu­neytisins, Ásta Sig­rún Magnús­dóttir, segir alla starfs­menn sem störfuðu á sömu hæð og sá smitaði, 15 talsins, hafa farið í úr­vinnslu­sótt­kví. Að lokinni smitrakningu var fimm þeirra gert að sæta sótt­kví og var ráðu­neytið í kjöl­farið sótt­hreinsað.

Smitið sem kom upp í gær var á sömu hæð og fyrra smit og var öllum á hæðinni gert að fara í úr­vinnslu­sótt­kví á ný.

Lilja í sótt­kví

Mennta­mála­ráð­herra greindi frá því í gær að hún væri í sótt­kví en að hún hefði verið nei­kvæð fyrir veirunni í prófi Ís­lenskrar erfða­greiningar. Smit eigin­manns hennar greindist í gær þegar Lilja var á Al­þingi.