Land­helgis­gæslan var kölluð til vegna á­reksturs á Suður­lands­vegi við Öldu­laun austan Fagur­hóls­mýrar á Suður­landi fyrr í dag. Níu manns voru fluttir til Reykja­víkur til að­hlynningar.

Þetta stað­festir Ás­geir Er­lends­son, upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar.

Tvær þyrlur Land­helgis­gæslunnar mættu á vett­vang slyssins til þess að ná í sex af þeim sem slösuðust í um­ferðar­slysi sem átti sér stað rétt fyrir klukkan tvö í dag, þegar fólks­bíll og jeppi rákust saman. Níu manns voru í bílunum tveimur.

Suður­lands­vegi var lokaður vegna slyssins, en hann hefur nú aftur verið opnaður á ný. Mikil hálka var á vettvangi slyssins.

„Fólkið er komið um borð í þyrlurnar tvær sem eru á leið til Reykja­víkur, en þær lenda á sjötta tímanum. Eftir­lits­flug­vélin okkar T-Sif bíður á Höfn í Horna­firði og hún mun flytja þrjá slasaða til Reykja­víkur,“ segir Ás­geir.

Á vef lögreglunnar kemur fram að far­þegarnir allir með góð lífs­mörk. Á­stand þeirra verður metið þegar þau koma til Reykja­víkur.