Níu manns eru slasaðir eftir slys í rússí­bana í Legolandi í borginni Günz­burg í Þýska­landi. Kemur þetta fram í þýska blaðinu Bild.

Enginn slasaðist al­var­lega í slysinu, en tals­maður lög­reglunnar segir að einn af vögnum rússí­banans hafi hemlað harka­lega og við það hafi annar vagn klesst á hann.

Fólk um borð í vögnunum fékk mar­bletti og rispur, en enginn slasaðist al­var­lega.

Rússí­baninn er kallaður Eld­drekinn og er há­marks­hraðinn 29 kíló­metrar á klukku­stund.

Níu manns eru slasaðir eftir rússíbanaslysið.
Fréttablaðið/Getty