Níu öku­menn voru kærðir fyrir of hraðan akstur við Nes­skóla í Nes­kaup­stað í gær. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Austur­landi.

Há­marks­hraði í götunni er 30 km/klst. Mæling fór fram á skóla­tíma, að því er segir í færslu lög­reglunnnar.

Beinir hún þeim til­mælum til öku­manna að virða reglur um há­marks­hraða og gæta sér­stak­lega að gangandi veg­far­endum, ekki síst í námunda við grunn­skóla.

Níu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur við Nesskóla í Neskaupstað í gær. Hámarkshraði en þar er 30 km/klst....

Posted by Lögreglan á Austurlandi on Thursday, 21 January 2021