Karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í níu mánaða fangelsisvist fyrir að hafa ítrekað brotið kynferðislega á frænku sinni um margra ára skeið frá því hún var sex ára gömul.
Brotin stóðu yfir þangað til að stúlkan varð 11 ára en maðurinn er dæmdur fyrir að hafa áreitt hana kynferðislega í nokkur skipti með því að strjúka henni utanklæða um maga og kynfæri og í eitt skipti snert kynfæri hennar innanklæða.
Mæður mannsins og brotaþola eru systur. Ári áður hafði maðurinn játað að hafa brotið kynferðislega á systur sinni þegar hún var á aldinum 9 til 11 ára gömul en Héraðssaksóknari frestaði útgáfu ákæru.
Sagður hafa káfað á systur sinni líka
Síðla árs 2018 vaknaði grunur um að maðurinn hefði framið kynferðisbrot gegn systur sinni. Að sögn stúlkunnar voru brotin framin á heimili þeirra og fólust annars vegar í því að ákærði kitlaði hana og káfaði í framhaldi á brjóstum hennar og hins vegar í því að ákærði færi inn til hennar að næturlagi, tæki niður nærbuxur hennar og káfaði á kynfærum hennar.
Maðurinn gekkst við að hafa í nokkur skipti káfað á kynfærum systur sinnar en Héraðssaksóknari ákvað að fresta útgáfu ákæru skilorðsbundið í þrjú ár þann 20. ágúst 2019.
Ekki nema nokkrum mánuðum síðar barst lögreglu tilkynningu um að grunur væri að sami maður hefði brotið á frænku sinni.
Í skýrslu frænkunnar fyrir dómi í Barnahúsi í nóvember 2019, sagði hún frænda sinn hafa snert einkastaði hennar „eins og píkuna.“
„Hún kvaðst ekki muna nákvæmlega hvenær þetta gerðist fyrst, en minnti að hún hafi verið í 1. Eða 2. Bekk í grunnskóla. Þetta hafi svo hætt árið 2018. Þegar ákærði braut gegn henni hafi þau verið tvö saman í herbergi hans, fullklædd upp í rúmi og undir sænga að horfa á bíómyndir eða þætti, sem hún mátti velja,“ segir í dómnum.
Hún kvaðst ekki muna hversu oft hún fór þangað en það hafi verið „rosa oft.“
Bar fyrir sig að hafa slæmt minni
Karlmaðurinn var yfirheyrður hjá lögreglu í desember 2019. Hann hvað samskipti sín við frænku sína vera fín og hann hafi hvorki káfað á brjóstum hennar né snert kynfæri hennar. Þegar borinn var undir ákærða sá framburður frænku sinnar að hann hefði snert píkuna hennar sagði hann: „ég bara ekki í minningunni eða eitthvað, ég, ég man ekkert eitthvað beinlínis eftir einhverju slíku,“ segir í dómnum.
Þá sagðist ekki muna eftir því heldur að hafa kitlað brotaþola og var því við að hann hefði slæmt minni.
Þá var borin undir hann frásögn brotaþola um að þetta hafi byrjað þegar hún var 6 til 7 ára og gerst í nærri hvert einasta skipti sem hún kom heim til hans og ekki hætt fyrr en hann hefði flutt af heimilinu. Hann sagðist ekki vita til þess og neitaði allri sök.
Greind í meðallagi og alvarlega þunglyndur
Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi verið lagður inn á geðdeild í janúar 2019. Hann undirgekkst geðmat og segir dóminum að geðlæknirinn sem framkvæmdi matið þætti vafasamt að manninum yrði refsað. Hann væri með greind í meðallagi og alvarlegt þunglyndi. „Í niðurstöðum geðrannsóknar segir að ákærði sé með greinilegt samviskubit og sektarkennd gagnvart því sem hann gerði systur sinni. Ekkert bendi þó til þess að ákærði sé haldinn barnagirnd og virðist hann hafa náð fullri stjórn á hvötum sínum gagnvart stúlkunni,“ segir í dómnum.
Í niðurstöðum dómsins segir að framburður frænku mannsins var talin trúverðugur og greinargóður en framburður mannsins ótrúverðugur.
Hátsemin var því talin refsiverð og var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í níu mánaða fangelsi ásamt því að þurfa greiða brotaþola 800.000 krónur í skaðabætur.
Lesa má dóminn í heild sinni hér.