Spænski baritóninn Placido Domingo hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart minnst níu konum á glæstum ferli sínum samkvæmt fjölmiðlinum The Associated Press.

Söngvarinn sem er 78 ára, hefur lengi verið einn vinsælasti óperusöngvari heims. Er hann sakaður af 9 misunandi óperusöngkonum og dansara um að hafa áreit þær kynferðislega. Áreitnin átti sér stað yfir þriggja áratuga tímabil. Samkvæmt konunum sem tjá sig við fréttamiðilinn notaði hann völd sín í óperuheiminum til þess að þrýsta á konur í kynferðissamband við sig. Á hann að hafa refsað konum sem neituðu honum um slíkt með því að koma í veg fyrir atvinnutækifæri þeirra.

Opinbert leyndarmál í áratugi

„Hann var næstum eins og guð í óperuheiminum,“ sagði mezzo-sópran söngkonan Patricia Wulf sem var sú eina sem kom fram með ásakanirnar undir nafni. „Það er mjög ógnvekjandi að vera sú fyrsta sem kemur fram undir nafni en þetta er alvitað.“ Fleiri konur í óperuheiminum segja alvitað að Domingo kæmi fram við konur með svo ágengum hætti.

Meðal þess sem Domingo er sakaður er um er að hafa ítrekað boðist til að aðstoða óperusöngkonur með ferilinn þeirrra og boðið þeim til heimilis síns þar sem hann káfaði á þeim. Hann hafi kysst konur í vinnunni utan sviðs, káfað á þeim og boðið ítrekað á stefnumót eftir að hafa ráðið þær til starfa. Einnig hleypti hann sér sjálfur inn í búningsherbergi kvennanna. Flestar voru söngkonurnar ungar og að byrja söngferlinni þegar áreitið átti sér stað.

Domingo segir frásagnirnar ónákvæmar og þykir leitt að heyra að hann hafi komið einhverjum í uppnám. Ber hann fyrir sig liðnum tíðaranda.

Skipuleggja rannsókn í kjölfar ásakananna

Í tilkyningu sem Óperuhúsið í Los Angeles sendi frá sér fyrr í kvöld segir meðal annars:

„Við viljum að komið sé fram við alla starfsmenn og listamenn af virðingu og að allir séu öruggir í vinnuumhverfi sínu... Óperan í Los Angeles mun fá utanaðkomandi starfskrafta til að rannsaka meintar ásakanir í garð Plácido Domingos.“