Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök á Íslandi bjóða til blaðamannafundar klukkan 10:15 í Þjóðleikhúsinu í dag en efni fundarins eru kærur níu íslenskra kvenna til Mannréttindasómstóls Evrópu og kröfur kvennahreyfingarinnar um úrbætur í réttarkerfinu fyrir brotaþola kynbundins ofbeldis.

Að því er kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum um málið gefa tölur til kynna að milli 70 til 85 prósent mála þar sem konur tilkynna ofbeldi til lögreglu látin niður falla áður en þau komast í dómsal og því fá konur sjaldan áheyrn dómara og uppskera lítið réttlæti.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, María Árnadóttir, ein kærenda til Mannréttindadómstóls Evrópu, og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður á Rétti.
Fréttablaðið/Ernir

Níu konur hafa í ljósi þessa ákveðið að kæra niðurstöður íslenska ríkisins um að fella niður þeirra mál til MDE en við undirbúning kæranna komu í ljós alvarlegar brotalamir við meðferð málanna. Þær brotalamir verða kynntar á fundinum í dag.

Samtökin sem taka þátt eru Aflið, Druslugangan, Femínistafélag Háskóla Íslands, Flóra, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, Stígamót, W.O.M.E.N. og UN Women.

Dagskrá:

  • Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta: Niðurfellingar ofbeldismála í réttarkerfinu á Íslandi
  • María Árnadóttir, ein kærenda til Mannréttindadómstóls Evrópu: Upplifunin af því þegar réttarkerfið bregst
  • Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður á Rétti: Kærur kvennanna níu til Mannréttindadómstóls Evrópu – einkenni, rökstuðningur og brotalamir
  • Kvennahreyfingin á Íslandi: Kröfur okkur til stjórnavalda á Íslandi

Hægt er að horfa á fundinn í beinni hér fyrir neðan:

Fyrsti hluti:

Annar hluti:

Þriðji hluti:

Fjórði hluti: