Fimmtíu og fimm verkefni komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Segir í tilkynningu frá lögreglu að flest verkefnin hafi snúið að því að aðstoða borgara með ýmsum hætti.

Nokkur ölvunarakstursmál komu inn á borð hennar og voru níu stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Einn var vistaður í fangageymslu í kjölfar umferðaróhapps. 

Einhverjir ökumannanna óku einnig án réttinda.